Kundalini jóga með Thelmu
Jan
8
to Feb 7

Kundalini jóga með Thelmu

Námskeiðið byrjar 8.jan og er til 7. feb (5 vikur), 
kennt verður 2x í viku
á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30-18:30. 


Í jógatímunum mínum legg ég áherslu á öndun, teygjur, styrk, liðleik, hugleiðslu og slökun.
Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á huganum og njóta augnabliksins. 
Slökunin gefur hvíld, frið og endurnæringu.

Staðsetning: Hlíðarsmári 14, jarðhæð, 200 Kópavogi.

Frábær staðsetning , nóg af bílastæðum, glæsilegur og notalegur salur. Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum.  

Skráning fer fram í gegnum email: jogamedthelmu@gmail.com
Verð: 19.900kr

Hlakka til að sjá ykkur á dýnunni.

Kærleikskveðja
Thelma Björk

View Event →