Back to All Events

Endurnærandi jóga í hádeginu með Thelmu&Gígju


  • Heillandi Hugur Hlíðasmári Kópavogur Iceland (map)

Fjögurra vikna jóganámskeiði með áherslu á öndun, teyjur, styrk, hugleiðslu og slökun. 
Jóga ástundun færir okkur ótal verkfæri til að takast á við dagleg verkefni og er frábær forvörn gegn streitu sem er orðin ein helst heilsufarsógn nútímans.


Öndunaræfingar hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann.
Jógaæfingarnar draga úr stirðleika líkamans og auka teygjanleika og mýkt.
Hugleiðslan hjálpar við að hægja á huganum og njóta augnabliksins. 
Slökunin gefur hvíld, frið og endurnæringu

Námskeið fer fram í alla þriðjudaga og fimmtudaga frá 9.janúar til 1. febrúar á milli 12:00-12:45 í heillandi hugur, Hlíðasmári 14, jarðhæð. 

Staðsetningin er frábær, nóg er af bílastæðum, salurin er glæsilegur og notalegur og dýnur, teppi og púðar eru á staðnum.

Pláss er fyrir 20 manns en skráning fer fram í gegnum jogamedthelmu@gmail.com
Við hlökkum til að sjá ykkur á dýnunni
Thelma&Gígja

Later Event: February 6
Endurnærandi hádegisjóga vol:2