Í dag valdi ég rétt

Í morgun þegar ég vaknaði valdi ég að taka upp símann og opna emailð mitt. Þar sá ég email frá Glóandi ehf, ég opnaði það og í því stóð:

“Þú hefur alltaf vald og alltaf val ÞÚ ERT VALFÆR og þar sem þú ert skaparinn eru óskir þínar skipanir. Orka alheimsins byrjar að vinna með samstilltu átaki að því að uppfylla dýpstu óskir þínar.

Með orkusviðinu geislarðu út frá þér hver þú ert og fólk mun, meðvitað eða ómeðvitað, skilja hver þú ert og hverju þú vilt áorka með þessari útgeislun. Ef þú sýnir sjálfum þér virðingu munu aðrir gera það. Ef þú sýnir sjálfum þér óvirðingu mun annað fólk einnig gera það. Þú skapar framkomu annarra við þig.

Þú bókstaflega kennir, þjálfar og leiðbeinir fólki um það hvernig þú vilt láta koma fram við þig.”

(Guðni Gunnarsson)

Þessi lestur fór beint inní mig, inní taugakerfið. Ég ákvað stax að byrja daginn vel og velja góða og nærandi hugsanir og aðgerðir fyrir sál og líkama.

Ég valdi að fara framúr og drekka kaffið mitt. Ég valdi að brosa og knúsa Krumma minn. Ég valdi að borða ekki strax. Ég valdi að fara í morgun göngutúr með Krumma minn í vagninum. Ég valdi að hringja í vinkonu og óska henni góðs gengis. Ég valdi að vera með hamingjusólgleraugun mín (eins og ég kalla þau) og horfa uppí sólina og brosa. Ég valdi að labba lengra og bjóða mér uppá kaffisopa. Ég valdi að labba einnþá lengra og hlusta á fyrirlestur með Guðna Gunnarssyni. Ég valdi að taka hann til mín og inní hjartað mitt. Ég valdi að hlusta. Ég valdi að labba í 2 tíma. Ég valdi að borða chiagrautinn minn sem ég bjó til í gær þegar ég kom inn úr göngutúrnum. Ég valdi að vera glöð þegar Krummi vaknaði um leið og ég kom inn.

Við höfum nefnilega alltaf val og í dag vel ég að eiga góðan dag.

Ég ætla að leyfa þessum frábæra fyrirlestri með honum Guðna að fylgja hér með:

https://www.youtube.com/watch?v=cQDmMfZn9Xg

Kærleikskveðja

Thelma Björk