Slökun í Borg 40 daga hugleiðsla 9.febrúar - 20. mars 2018

Mögnuð mantra á álagstímum

Slökun í borg, fyrir alla, samstarfsverkefni Thelmu Bjarkar jógakennara og Systrasamlagsins tók aftur flugið föstudag 9. febrúar með 40 daga möntru/hugleiðslu.

Líkt og með 40 daga hugleiðsluna sem ótrúlega margir héldu út á myrkustu mánuðum síðasta árs ætlum við að bjóða upp á fasta 11 mínútna möntrustund kl 9:30 í Seljahlíð, heimili aldraða (mánud.) Systrasamlaginu (þriðjud&fimmtud) og í Bergsson RE (miðvikud.). Samtals 4 x í viku. Einnig Pop up hugleiðslu viðburði hér og þar um borgina sem kynntir verða síðar hér á síðunni og á facebook

SAMSTILLIR VINSTRA OG HÆGRA HEILAHVEL

Hugleiðslan eða mantran sem nú verður kyrjuð er afar öflug og sú sem mest hefur verið rannsökuð á Vesturlöndum. Hún er þekkt undir heitinu Kirtan krya og er mikilvæg hinu kvenlega sem býr innra með okkur öllum. Í jógavísindunum kemur fram að Kirtan krya hjálpar við að heila gömul áföll, örvar heilaköngul og samstillir vinstra og hægra heilahvel. Hún á því sjaldan betur við en nú. Niðurstöður vísindarannsóknar á iðkun á Kirtan kriyu í 8 vikur leiddi í ljós aukna virkni á lykilsvæðum fyrir minni í heila fólks með skert minni og aukna almenna orku þátttakenda. Fólk var auk þess léttara í skapi og fann minna fyrir þunglyndi og þreytu. (Journal of Alzheimer’s Magazine/2010) Rannsókninni var stýrt af Dr. Dharma Singh Khalsa yfirmanni og stórnanda rannsóknarb og forvarnarstofnunnarinnar fyrir Alzheimer í Tucson, Arizona en hann er jafnfram höfundur magnaðrar bókar sem nefnist “Meditation as Medicine”.

Kirtan krya byggir á fimm hljóðum; Saa Taa Naa Maa sem skapa einstakan víbring. Sérstakar handahreyfingar fylgja möntrunni. Merking orðanna/hjóðanna er eftirfarandi:

Saa: Óendanleiki.

Taa: Tilvist.

Naa: Umbreyting.

Maa: Endurnýjun.   

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.  

Slökun-í-borg-Flyer copy.jpg
Slökun-í-borg-Flyer.jpg