Slökun í Borg byrjar aftur 9.febrúar

Hugleiðsla hefur verið stunduð í þúsundir ára, er til í ýmsum myndum og á rætur í flestum menningarsamfélögum. Í byrjun vildi fólk komast í djúpa snertingu við hina helgu og dulrænu krafta náttúrunnar, en nú á dögum er oftast hugleitt til að ná slökun og kyrra hugann. Í hugleiðslu með möntrum er farið með endurtekna þulu í huganum eða upphátt til að ná hlutlausum huga og til að slökkva á truflandi hugsunum. Með möntrusöng er unnið með orð eða röð orða sem eru endurtekin til að framkalla breytingu á huga og vitund.  Það færir mér innri ró að syngja möntrur og það orðið einn hluti af minni andlegu næringu. Það sefar hugann og hjálpar okkur að losa upp óæskileg hugsanamynstur sem valda okkur hugarangri. 

Hugleiðsla snýst um að vingast við það sem við erum akkúrat núna, en ekki að henda því sem við erum til að verða eitthvað betri. „Með því að hugleiða erum við að vingast við það sem við erum nú þegar. Grunnurinn ert þú, við lærum á hæfileika okkar til að slaka á með skýrleika, rými og með þeirri opnu meðvitund sem þegar er til staðar í huga okkar. Við upplifum stundir þar sem við erum hér og og nú og að það sé einfalt, afdráttarlaust og án óreiðu.“ (Chödrön, 2001). 

Slökun í borg byrjar aftur núna í febrúar og er ég að setja saman áhugaverða dagskrá í samvinnu við Systrasamlagið og fleiri sem kynnt verður fljótlega. Við hugleiðum í 40 daga til að brjóta upp vanann. 

UM VANANN:
Það tekur 40 daga að brjóta upp vanann.
Það tekur 90 daga að búa til nýjan vana.
Það tekur 120 daga að festa nýjan vana í sessi.
Það tekur 1000 daga að verða meistari nýja vanans.

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.