Hugleiðslu ferðalagið

Slökun í borg hefst í dag, föstudaginn 10.nóvember og mér er farið að hlakka mikið til að hefja nýtt ferðalag og fá eins marga með mér og ég get.  “Ég held að þörfin fyrir slökun og meðvitaða öndun hafi aldrei verið meiri en í dag. Við lifum á tímum sem einkennast af hraða og álagi. Og því mikilvægt að gefa sér tíma til að draga djúpt inn andann og gefa sér leyfi til að slaka. Að finna að kyrrðin er innra með okkur, “ 
“Aðalmarkmiðið verkefnisins að tengja, kjarna íbúa, starfsfólk og gesti miðborgarinnar og að slökun verði hluti af daglegu lífi borgarbúa og gesta borgarinnar. Með hugleiðslustundum í miðborginni byggjum við aðlaðandi og fölbreyttari miðborg. Í gegnum samveru, slökun og upplifun tengjumst við sjálfum okkur og öðrum.”