Slökun í Borg 40 daga hugleiðsla 9.febrúar - 20. mars 2018

Mögnuð mantra á álagstímum

Slökun í borg, fyrir alla, samstarfsverkefni Thelmu Bjarkar jógakennara og Systrasamlagsins tók aftur flugið föstudag 9. febrúar með 40 daga möntru/hugleiðslu.

Líkt og með 40 daga hugleiðsluna sem ótrúlega margir héldu út á myrkustu mánuðum síðasta árs ætlum við að bjóða upp á fasta 11 mínútna möntrustund kl 9:30 í Seljahlíð, heimili aldraða (mánud.) Systrasamlaginu (þriðjud&fimmtud) og í Bergsson RE (miðvikud.). Samtals 4 x í viku. Einnig Pop up hugleiðslu viðburði hér og þar um borgina sem kynntir verða síðar hér á síðunni og á facebook

SAMSTILLIR VINSTRA OG HÆGRA HEILAHVEL

Hugleiðslan eða mantran sem nú verður kyrjuð er afar öflug og sú sem mest hefur verið rannsökuð á Vesturlöndum. Hún er þekkt undir heitinu Kirtan krya og er mikilvæg hinu kvenlega sem býr innra með okkur öllum. Í jógavísindunum kemur fram að Kirtan krya hjálpar við að heila gömul áföll, örvar heilaköngul og samstillir vinstra og hægra heilahvel. Hún á því sjaldan betur við en nú. Niðurstöður vísindarannsóknar á iðkun á Kirtan kriyu í 8 vikur leiddi í ljós aukna virkni á lykilsvæðum fyrir minni í heila fólks með skert minni og aukna almenna orku þátttakenda. Fólk var auk þess léttara í skapi og fann minna fyrir þunglyndi og þreytu. (Journal of Alzheimer’s Magazine/2010) Rannsókninni var stýrt af Dr. Dharma Singh Khalsa yfirmanni og stórnanda rannsóknarb og forvarnarstofnunnarinnar fyrir Alzheimer í Tucson, Arizona en hann er jafnfram höfundur magnaðrar bókar sem nefnist “Meditation as Medicine”.

Kirtan krya byggir á fimm hljóðum; Saa Taa Naa Maa sem skapa einstakan víbring. Sérstakar handahreyfingar fylgja möntrunni. Merking orðanna/hjóðanna er eftirfarandi:

Saa: Óendanleiki.

Taa: Tilvist.

Naa: Umbreyting.

Maa: Endurnýjun.   

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.  

Slökun-í-borg-Flyer copy.jpg
Slökun-í-borg-Flyer.jpg

Slökun í Borg byrjar aftur 9.febrúar

Hugleiðsla hefur verið stunduð í þúsundir ára, er til í ýmsum myndum og á rætur í flestum menningarsamfélögum. Í byrjun vildi fólk komast í djúpa snertingu við hina helgu og dulrænu krafta náttúrunnar, en nú á dögum er oftast hugleitt til að ná slökun og kyrra hugann. Í hugleiðslu með möntrum er farið með endurtekna þulu í huganum eða upphátt til að ná hlutlausum huga og til að slökkva á truflandi hugsunum. Með möntrusöng er unnið með orð eða röð orða sem eru endurtekin til að framkalla breytingu á huga og vitund.  Það færir mér innri ró að syngja möntrur og það orðið einn hluti af minni andlegu næringu. Það sefar hugann og hjálpar okkur að losa upp óæskileg hugsanamynstur sem valda okkur hugarangri. 

Hugleiðsla snýst um að vingast við það sem við erum akkúrat núna, en ekki að henda því sem við erum til að verða eitthvað betri. „Með því að hugleiða erum við að vingast við það sem við erum nú þegar. Grunnurinn ert þú, við lærum á hæfileika okkar til að slaka á með skýrleika, rými og með þeirri opnu meðvitund sem þegar er til staðar í huga okkar. Við upplifum stundir þar sem við erum hér og og nú og að það sé einfalt, afdráttarlaust og án óreiðu.“ (Chödrön, 2001). 

Slökun í borg byrjar aftur núna í febrúar og er ég að setja saman áhugaverða dagskrá í samvinnu við Systrasamlagið og fleiri sem kynnt verður fljótlega. Við hugleiðum í 40 daga til að brjóta upp vanann. 

UM VANANN:
Það tekur 40 daga að brjóta upp vanann.
Það tekur 90 daga að búa til nýjan vana.
Það tekur 120 daga að festa nýjan vana í sessi.
Það tekur 1000 daga að verða meistari nýja vanans.

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.

Hugleiðslu ferðalagið

Slökun í borg hefst í dag, föstudaginn 10.nóvember og mér er farið að hlakka mikið til að hefja nýtt ferðalag og fá eins marga með mér og ég get.  “Ég held að þörfin fyrir slökun og meðvitaða öndun hafi aldrei verið meiri en í dag. Við lifum á tímum sem einkennast af hraða og álagi. Og því mikilvægt að gefa sér tíma til að draga djúpt inn andann og gefa sér leyfi til að slaka. Að finna að kyrrðin er innra með okkur, “ 
“Aðalmarkmiðið verkefnisins að tengja, kjarna íbúa, starfsfólk og gesti miðborgarinnar og að slökun verði hluti af daglegu lífi borgarbúa og gesta borgarinnar. Með hugleiðslustundum í miðborginni byggjum við aðlaðandi og fölbreyttari miðborg. Í gegnum samveru, slökun og upplifun tengjumst við sjálfum okkur og öðrum.”