About

Thelma Björk er fatahönnuður, móðir og jógakennari hún varð fyrst hugfangin af jóga og hugleiðslu á meðgöngunni og eftir það lá leiðin í kennaranám í kundalini jóga hjá Auði Bjarnadóttir í Jógasetrinu.
Jóga og hugleiðsla hefur breytt lífi mínu í alla staði. Það hefur gefið mér innri frið, sjálfstraust, kjark og úthald til að stíga inn í draumana mina og að trúa á sjálfa mig. Ég hef náð að næra allt það bjarta og góða í mér og sjá það í öðrum, auk þess sem ég upplifi aukinn kjark og úthald til að takast á við þær áskoranir sem ég mæti í lífinu. Umfram allt hef ég öðlast traust til lífsins í gegnum jógaiðkunina mína. Ég treysti því að lífið færi mér allt sem ég þarf og allt sem ég vil.

Thelma Björk hefur verið að kenna jóga og hugleiðslu síðan hún útskrifaðist bæði í Sólum og í Jógasetrinu.
Thelma Björk kennir eldri borgurum jóga og hugleiðslu í Jógasetrinu og almenna jóga nidra og kundalini jóga tíma í Hlíðasmár 14, Kópavogi. Thelma hefur einnig unnið með Systrasamlaginu í nokkrun tíma þar sem hún hefur meðal annars tekið þátt í að leiða jóga og hugleiðslu fyrir þeirra frægu sveitasamflot. Einnig var Thelma Björk að klára meistaranámi við Listaháskóla Íslands í listkennslufræðum þar sem hún var og er að vinna með tengslin milli handverks og hugleiðslu. Meðfram því að kenna og miðla reynslu sinni í gengum jóga og hugleiðlsu er Thelma Björk að kenna námskeiðin sín, "Slaka&Skapa" þar sem hún blandar saman hugleiðslu við skapandi ferli hvers nemanda.

Thelma Björk var gestur þáttarinns Segðu mér 1. nóvember 2017. Þar sagði hún frá hugmyndum sínum og hugsunum. Hér má hlusta á viðtalið. 

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/segdu-mer/20171101